Hægt er að framkvæma hnébeygjur á nokkra mismunandi vegu. Hefðbundna aðferðin er að hafa stöngina ofarlega á bakinu og fótastöðuna í nágrenni við axlabreidd. Kraftlyftingaaðferðin byggist á að hafa stöngina neðar á bakinu og gleiða fótastöðu. Kassabeygjur byggjast á sömu tækni og kraftlyftingaaðferðin nema hvað settur er kassi fyrir aftan sem sest er á í neðstu stöðu. Breskir vísindamenn sem báru saman þessar aðferðir komust að því að hnén færðust fram fyrir tærnar á niðurleiðinni í hefðbundnu aðferðinni. Fótleggirnir viðhéldu hinsvegar lóðréttari stöðu í bæði kraftlyftinga- og boxaðferðinni og hefðbundna aðferðin lagði meira álag á ökla og bak í samanburði við hinar aðferðirnar. Kraftlyftingaaðferðin tók hinsvegar meira á mjaðmir en hinar aðferðirnar. Allar þessar aðferðir eru góðar, en hver og einn þarf að velja sér aðferð sem hentar og í því sambandi er vert að hafa í huga að mikilvægast er að nota þá aðferð sem lágmarkar meiðslahættu.
(Journal Strength & Conditioning Research, 26: 1805-1816, 2012)