Brasilískir vísindamenn mældu áhrif þess að hvíla í eina, þrjár eða fimm mínútur á milli æfinga sem tóku til skiptis á efri og neðri líkamshluta. Tilgangurinn var m.a. að mæla hvernig viðkomandi upplifði álagið.
Þátttakendur virtust upplifa svipað álag við að hvíla þrjár eða fimm mínútur á milli lota í stað einnar mínútu. Þeir gátu lokið fleiri endurtekningum þegar þeir hvíldu lengur og niðurstöðurnar voru svipaðar fyrir efri hluta og neðri hluta líkamans. Þriggja mínútna hvíld á milli lota virtist heppilegust til þess að ná að jafna sig og hélt tímalengd æfingarinnar í hófi.
(Journal Strength and Conditioning Research 25: 3157:3162, 2011)