Rifnir brjóstvöðvar eru sem betur fer sjaldgæfir meðal almennings, en ekki er hægt að segja hið sama um íþróttamenn. Íþróttamenn sem eiga í miklum átökum eru helst í hættu, ekki síst þeir sem stunda kraftlyftingar, vaxtarrækt eða aðrar íþróttir sem taka mikið á efrihluta líkamans. Algengast er að menn rífi brjóstvöðvann í bekkpressu en þetta vandamál er sömuleiðis vel þekkt í bandaríska fótboltanum, ruðningi og álíka greinum.
Það er alvarlegt mál að rífa brjóstvöðva, en alls ekki svo að það sé ekkert við því að gera. Besta aðferðin til þess að meta hversu alvarleg meiðslin er að fara í segulómun. Segulómun getur varpað ljósi á áhrifin sem meiðslin hafa haft á bæði bein og vefi. Matthew Provencher og félagar við Læknamiðstöð sjóhersins í San Diego í Bandaríkjunum tók saman rannsóknir sem gerðar hafa verið á íþróttamönnum sem hafa rifið brjóstvöðva. Hann sýndi fram á að ef ekkert er að gert veldur rifinn brjóstvöðvi miklum sársauka, vöðvaslappleika og afmyndun brjóst- og axlavöðva.
Skurðaðgerð er áhrifaríkasta aðferðin til þess að meðhöndla rifinn brjóstvöðva. Meðhöndlun án skurðaðgerðar heppnast einungis í 27% tilfella, en skurðaðgerðir heppnast mjög vel í 88% tilfella. Íþróttamenn sem ætla sér frekari frama neyðast því til að leggjast undir hnífinn.
(American Journal Sports Medicine, 38: 1693-1705, 2010)