Site icon Fitness.is

Atkinskúrinn getur valdið heilsutjóni þegar til lengri tíma er litið

Er líklegt að máltíð í anda Atkinskúrsins sem samanstendur af beikoni, steik, og þeyttum rjóma sé líkleg til að hafa jákvæð áhrif á hjarta- og kransæðakerfið? Ekki aldeilis samkvæmt því sem segir í bréfi frá hinum virta Dr. Mark Goldstein til dagblaðsins USA Today (16. des. 2002). Nokkuð margar rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk léttist hraðar á Atkins-mataræðinu en á mataræði sem inniheldur litla fitu en mikið af kolvetnum. Þyngdartap ætti alls ekki að vera mælikvarði á hollustu mataræðis. Engar rannsóknir hafa sýnt fram á að Atkins mataræðið dragi úr áhættu gagnvart hjartasjúkdómum, né að það lengi lífið. Lítið er um grænmeti og ávöxtum í Atkins kúrnum en þar fær líkaminn svokallaða sindurvara sem verja frumur gegn skemmdum af völdum frjálsra rafeinda. Frjálsar rafeindir má segja að séu nokkurs konar líffræðilegt ryð sem brýtur niður frumuhimnur og DNA. Dr. Mark Goldstein heldur því fram ásamt fleirum að svokallað Miðjarðarhafsmataræði sem inniheldur mikið af grænmeti og ávöxtum, fiski og einómettuðumfitusýrum lengi lífið og hafi mun betri áhrif á hjarta- og kransæðakerfið. Vísindamenn leggja sig fram um að finna og rannsaka mataræði sem hefur best áhrif á heilbrigði og forvarnir gegn sjúkdómum, ekki eingöngu þyngdarstjórnun.

Exit mobile version