Site icon Fitness.is

Anna og Heiðrún í 8 og 10 sæti á heimsmeistaramóti unglinga

Í gær lauk Heimsmeistaramóti unglinga í fitness sem haldið er í Espinho í Portúgal. Anna Margrét Ólafsdóttir og Heiðrún Sigurðardóttir kepptu þar fyrir Íslands hönd og hafnaði Anna í áttunda sæti og Heiðrún í því tíunda. Styrkleiki keppninnar var mikill eins og búast má við þegar 30 lönd senda sína bestu keppendur. Á sama tíma var keppt í vaxtarrækt unglinga og í flokkum 40 ára og eldri í vaxtarrækt karla og kvenna og var fróðlegt að sjá hversu góðu formi hægt er að vera í langt yfir sextugsaldurinn. Árangur Önnu er sá besti sem náðst hefur á alþjóðlegu fitnessmóti frá upphafi, en Anna varð í 6 sæti í danslotunni og 9 sæti í samanburði. Rússar áttu sigurvegara mótsins en það var Daria Akinchina sem sigraði með yfirburðum. Daria er greinilega fædd og uppalin sem fimleikadrottning. Önnu og Heiðrúnu var í kjölfarið á keppninni boðið að halda til Jamaica til þess að kynna fitnessíþróttina fyrir þarlendum en þær vöktu báðar talsverða athygli fyrir frumlega og líflega danslotu.

Exit mobile version