Site icon Fitness.is

Ætla að koma sterkar í næstu keppni

Viðtal við Kiðlingana frá Ólafsfirði
Harpa Hlín Jónsdóttir var fyrirliði liðsins Kiðlingarnir frá Ólafsfirði og sjálf varð hún í þriðja sæti í Þrekmeistaranum. Vaxandi áhugi er á Þrekmeistaranum á Ólafsfirði og var Harpa því spurð um það hvað hafi orðið til að þær ákváðu að taka þátt.
Ég var mjög heit fyrir þessu, enda var ég búin að fara á allar keppnirnar sem hafa verið haldnar. Þetta höfðaði vel til mín af öllu þessu sem er í boði. Fljótlega fór ég að hóa í stelpurnar sem voru búnar að vera duglegar að æfa og við ætluðum að vera með í fyrra, en þá forfallaðist keppandi sem varð til þess að við gátum ekki verið með. Við verðum með fleiri lið á næsta ári, það er ekki spurning. Fyrir keppnina vorum við búnar að fara tvisvar sinnum til Akureyrar til að prófa sum tækin. Við höfðum t.d. ekki prófað svona róðravél eins og notuð er í keppninni.

Er almennt mikill áhugi á líkamsrækt á Ólafsfirði?
Það finnst mér já. Ég er einkaþjálfari hérna og það er þónokkuð að gera. Mér finnst fólk vera rosalega duglegt. Þegar gengur svona vel í Þrekmeistaranum er ekki spurning að við stefnum á að vera með á næsta móti.

Exit mobile version