Site icon Fitness.is

Ætla að banna bragðefni fyrir örbylgjupoppkorn

Diacetyl er efni sem notað er til þess að gefa smjörbragð af örbylgjupoppkorni. Vísbendingar hafa komið fram um að þetta efni valdi alvarlegum öndunarkvillum og þegar hefur komið upp a.m.k. eitt dánartilfelli þegar starfsmaður sem starfaði við framleiðslu á poppkorni andaði efninu að sér.Gerð var rannsókn á áhrifum þess að borða Diacetyl eða anda því að sér þegar örbylgjupoppað er á heimilum. Rannsóknin sem gerð var árið 2003 af Umhverfisstofnun í Bandaríkjunum hefur ekki enn verið opinberuð einhverra hluta vegna. Hinsvegar hefur verið ákveðið að banna þetta efni í Kaliforníu og ef til vill fleiri fylkjum Bandaríkjanna. Efnið Diacetyl er líka notað sem bragðefni í sælgæti, kökur og ýmsan frosinn mat.

Exit mobile version