Site icon Fitness.is

Æfingar hjálpa þeim sem vilja hætta að reykja

Við gerum flest margt heimskulegt á lífsleiðinni. Það að reykja trónir þó í efsta sæti yfir heimsku okkar þegar heilsan er annars vegar. Reykingar eru erfiðar fyrir þær sakir að ef byrjað er að reykja er mjög erfitt að hætta.Örlög margra sem byrja að reykja verða því oft þau að vera þrælar tóbaksframleiðenda sem njóta gróðans svo lengi sem reykingamaðurinn dregur andann. Ef þú ert að reyna að hætta en átt erfitt með það skaltu hafa í huga að æfingar hjálpa til. Sýnt hefur verið fram á það með rannsóknum að einungis 5 mínútna hreyfi ng dregur úr löngun í sígarettu í allt að 50 mínútur. Nóg er að fara í göngutúr í 5 mínútur til þess að draga úr löngun í tóbak. Tóbak er lífshættulegt eiturlyf sem er gríðarlega ávanabindandi. Við æfingar eða hreyfingu framleiðir líkaminn dópamín hormón sem eykur vellíðan. Helstu fráhvarfseinkenni sem reykingamenn verða varir við þegar þeir reyna að hætta eru pirringur, einbeitingarskortur og eirðarleysi. Þegar það gerist er því ekki vitlaust að skella sér í stutta göngu. Það tekur um 5 mínútur að reykja eina sígarettu. Þessum tíma er því betur varið til þess að hreyfa sig og sporna þannig líka við því að aukakílóin sæki að þegar hætt er að reykja.

Exit mobile version