Hægt er að mæla fæðuinntöku og orkueyðslu líkamans mjög nákvæmlega með tvímerktu vatni (doubly labeled water). Mælingarnar sýna að þegar byrjað er að æfa breytist samsetning vöðva- og fitahlutfalls líkamans en kílóatalan fer ekki. Þessi mæliaðferð sýnir muninn á tvenndarvatninu sem drukkið er og þess sem fer út með þvagi. Klass Westshow er þýskur vísindamaður sem endurskoðaði niðurstöður rannsókna og ályktar að persónubundið sé hvernig fólk bregst við æfingum. Feitt fólk fái t.d. hlutfallslega meira út úr æfingum en annað fólk vegna þess að orkueyðslan sé meiri vegna líkamsþyngdarinnar.
(Frontiers in Physiology, 4: 90, 2013)