Æfingakerfi sem skipta líkamanum upp í parta byggjast á þeirri hugmyndafræði að þannig sé hægt að leggja meiri áherslu á ákveðna vöðva með meira álagi á hvern og einn og þannig náist aukinn árangur. Sumir vaxtarræktarmenn halda því fram að þannig sé komist hjá ofþjálfun og að þessi þjálfunartækni auki vöðvastækkun. Rannsókn þeirra félaga bendir til að með því að æfa vöðvana oftar náist hinsvegar meiri árangur og vöðvastækkun. Sú niðurstaða er í raun ekki á skjön við reynslu þeirra fræða sem kennd hafa verið í vaxtarrækt í gegnum tíðina vegna þess að hafa ber í huga að þeir sem tóku þátt í rannsókninni voru ekki vel þjálfaðir vaxtarræktaramenn, heldur óþjálfaðir framhaldsskólanemendur. Ekki er trúlegt að það að æfa hvern vöðva oft henti vel þjálfuðu fólki vel, en þeir sem eru að byrja ættu að hafa þetta í huga.
(Journal Strength Conditioning Research, vefútgáfa 30. apríl 2015)