Það einkennilega er að æfingar geta líka aukið stífni æða. Samkvæmt rannsókn sem gerð var við Háskólann í Basel í Sviss stífnuðu æðar meira eftir æfingar þar sem tekið var á efri hluta líkamans í samanburði við neðri hlutann eða heildrænar æfingar. Æfingar á efri hluta líkamans leggja meira álag á hjartað og æðarnar vegna þess að þær taka á frekar litla vöðva. Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að þolæfingar koma hinsvegar í veg fyrir þessi neikvæðu áhrif æfinga á æðarnar. Það væri því vel við hæfi að vaxtarræktarmenn og annað líkamsræktarfólk endi æfingar á að taka þolæfingar til að draga úr æðastífni og blóðþrýstingi.
(International Journal Sports Medicine, vefútgáfa 15 júlí 2015)