Könnun PricewaterhouseCoopers á líkamsræktariðkun 28% landsmanna stunda líkamsræktarstöðvar |
|
Rúmlega helmingur landsmanna stundar líkamsrækt reglulega en í þeim hópi sögðust 25,3% stunda þolfimi, 20,2% gönguferðir, 19,6% tækjaþjálfun, 16,6% sund og 11,0% fótbolta. Þegar fólk var spurt mátti það nefna þrjú atriði. Konur eru heldur duglegri en karlarnir en 57,1% aðspurðra stundar líkamsrækt en 52,8% karla. Þessar niðurstöður staðfesta þá þróun sem verið hefur í gangi undanfarin ár þar sem líkamsræktarstöðvar hafa dafnað vel með aukinni aðsókn. Hægt er að sjá nánari niðurstöður könnunarinnar í fréttatilkynningu frá PricewaterhouseCoopers |