Site icon Fitness.is

Zink og fólínsýra auka sáðfrumufjölda

Karlar eru undir stöðugu áreiti efna í umhverfinu sem virka eins og estrogen í líkamanum. Fækkandi sáðfrumufjöldi er vandamál sem virðist fara vaxandi og hefur verið tengt víða um heim við aukna notkun á ýmsum gerviefnum, menguðu vatni, plastnotkun ofl. Estrogenið virðist síðan draga úr fjölda virkra sáðfrumna hjá körlum. Bætiefni virðast hinsvegar geta orðið að gagni þegar þetta vandamál er annars vegar. Hollenskir vísindamenn hafa sýnt fram á að með því að taka zink og fólínsýru hafa karlar sem voru með eðlilegan og niður í mjög lágan sáðfrumufjölda aukið sáðfrumufjöldann um 74% með því að taka zink (66 mg á dag) og fólínsýru (5 mg á dag). Virknin var mun betri ef þessi efni voru tekin saman en þegar þau voru tekin stök.

Exit mobile version