Site icon Fitness.is

Vonir og væntingar heimsmeistaramótsins um helgina

Aðalheiður

Heimsmeistaramót kvenna fer fram um næstu helgi í Bialystok í Póllandi. Eins og staðan er núna er búist við gríðarlegum fjölda keppenda frá um 35 löndum. Á vefsíðu Alþjóðasambands líkamsræktarmanna er fjallað um keppnina og úr hinum mikla keppendafjölda eru nokkur nöfn dregin fram sem talin eru líkleg til afreka. Fyrsta nafnið þar á lista er Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir sem sigraði sinn flokk á heimsbikarmóti í módelfitness fyrr á árinu. Þær Margrét Edda Gnarr og Elín Kragh keppa sömuleiðis um helgina og væru sömuleiðis líklegar til þess að ná langt. Eitt er víst og það er að Ísland er að stimpla sig vel inn í heimsmynd líkamsræktarinnar með framgöngu keppendana okkar í módelfitness og fitness.

Íslensku keppendurnir þurfa að mæta í mælingar og innritun seinnipartinn á föstudag en keppt er á laugardag og sunnudag. Ekki liggur fyrir nákvæmari dagskrá en þetta í augnablikinu en við munum birta fréttir og vonandi eitthvað af myndum frá mótinu um helgina. Jóhann Norðfjörð alþjóðadómari verður augu okkar og eyru á mótinu.

Hér á eftir eru myndir af keppendunum sem fjölmiðlafulltrúi IFBB telur líklegastar til afreka:

Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir (in short: Heidi Ola) – bikini fitness star from Iceland.

Marianna Simonetta – bodyfitness star from Argentina.

Katarzyna Kozakiewicz-Kowalik – 2009 world bodyfitness champion from Poland.

Nina Silic – bikini fitness star from Australia.

Magdalena Kazimirova – 2012 European bikini fitness overall champion from Slovakia.

Angeline Jeanson – bikini fitness star from Canada.

Valeria Ammirato – bodyfitness star from Germany.

Satoko Yamanouchi – bodybuilding star from Japan.

Marta Aguiar – Ms. Fitness Uruguay.

Maria Constantino – bikini fitness star from Mexico.

Nastasia Jaffa – bikini fitness star from South Africa.

Anna Pezza – bikini fitness star from Italy.

Tatiana Volkova – fitness star from Kazakhstan.

Einar Guðmann

Exit mobile version