Við vitum að prótín í fæðunni eða í formi fæðubótarefna stuðlar að meiri nýmyndun vöðvamassa en magnið sem þarf til ræðst ekki af vöðvastærð samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Lindsay Macnaughton og Kevin Tipton við Stirlingháskólann í Skotlandi.
Þeir sem tóku þátt í rannsókninni tóku styrktaræfingar og fengu síðan fæðubótarefni með annað hvort 20 eða 40 grömmum af prótíni. Meira magn af prótíni jók nýmyndun vöðva en vöðvastærð hafði ekki áhrif á niðurstöðurnar. Það er tvennt sem hægt er að læra af þessari rannsókn.
Í fyrsta lagi að íþróttamenn sem eru með mikinn vöðvamassa þurfa ekki meira prótín en aðrir til að stuðla að auknum vöðvavexti.
Í öðru lagi að fæðubótarefni sem innihalda 20 eða 40 grömm af prótíni hafa sömu áhrif á nýmyndun vöðva, óháð vöðvamassa. Hugsanlega kemur það heim og saman við að mannslíkaminn getur ekki nýtt nema ákveðið magn prótína í hverri máltíð.
(Physiological Reports, 4 (15): e12893, 2016)

