
Greining á bætiefnum frá 12 framleiðendum sýnir fram á að meint innihald D-vítamíns er afar mismunandi. Innihaldið getur sveiflast frá 52-135% af því sem gefið er upp. Það voru Erin LeBlanc og félagar við Heilbrigðisvísindamiðstöðina við háskólann í Oregon sem kynnti þessar niðurstöður. Samkvæmt reglum eiga bætiefni að innihalda á bilinu 90-120% af því efni sem fullyrt er að sé í skammtinum. 75% af þeim bætiefnum sem rannsökuð voru stóðust þessar kröfur. Þetta segir okkur að það skiptir máli hver á í hlut. Verð ætti því ekki endilega að stjórna innkaupum á bætiefnum, heldur þarf að hafa í huga að framleiðandinn sé traustsins verður.
(JAMA Internal Medicine, vefútgáfa 11. febrúar 2013)