Site icon Fitness.is

Viðbrögð er mismunandi við brjóstæfingum

Bekkpressan er líklega algengasta brjóstæfingin og tilheyrir því flestum æfingakerfum. Bekkpressa í Smith-vél og með handlóðum eru líka algengar en þær eiga allar heima í æfingakerfi þar sem fjölbreytnin á að vera í fyrirrúmi. Þær virka nefnilega á mismunandi hátt þrátt fyrir að ætla mætti að hreyfingin væri svipuð. Norsk rannsókn fól í sér að mæla hröðun, lyftulengd og vöðvavirkni á niðurleið sem og aðra þætti lyftunnar. Lyftulengdin og hröðunin var mismunandi á milli æfingana sem sýnir að hver æfing hefur sína kosti. Bekkpressa með handlóðum er til dæmis tilvalin sem aukaæfing með bekkpressu með stöng þar sem hún ofkeyrir brjóstvöðvana og tvíhöfðann. Það er því tilvalið að gera mismunandi brjóstæfingar til þess að vinna á brjóst- og axlarvöðvunum á sem fjölbreyttastan hátt.

(Journal Strength Conditioning Research, 26: 2962-2969, 2012)

Exit mobile version