Site icon Fitness.is

Varðandi myndanotkun

Nokkuð er um það að aðrir vefir tengdir líkamsrækt séu að birta ljósmyndir af fitness.is án þess að hafa til þess leyfi.Oftast nær er auðsótt mál að fá leyfi til þess að nota myndir af fitness.is ef haft er fyrir því að spyrja. Þegar keppendur í fitness eða vaxtarrækt hafa óskað eftir því hafa þeir undantekningarlaust fengið leyfi til að birta myndir af sér á bloggsíðum sínum. Leyfi fyrir slíkri notkun er oftast auðfengið ef haft er fyrir því að spyrja. Þegar aðrar vefsíður hinsvegar gera lítið annað en að afrita efni og myndir af fitness.is kveður við annan tón. Slíkar vefsíður sitja við sama borð og fitness.is. Mikil vinna liggur á bak við greinaskrif og myndasafn á vefnum og því óviðeigandi að aðrar vefsíður sem eru að reyna að hasla sér völl sem fjölmiðlar í fitnessgeiranum notfæri sér þá vinnu. Ekki hefur verið amast við því að keppendur noti myndir af sjálfum sér á sínum bloggsíðum, enda sjálfsagt að þeir reyni að kynna sig eins og kostur er. Þeir eru hinsvegar komnir út á grátt svæði þegar heilu og hálfu myndasöfnin af mörgum keppendum eru afrituð. Æskilegast er að spyrja leyfis þar sem allar myndir eru háðar höfundarétti og höfundarétturinn er ekki alltaf í eigu forráðamanna fitness.is. Oft á tíðum eru myndir keyptar af ljósmyndurum og eru þá háðar því að vera eingöngu til birtingar á fitness.is eða í Fitnessfréttum.

Exit mobile version