Site icon Fitness.is

Útrás Íslenskra keppenda á næsta ári

Haldnar verða margar alþjóðlegar keppnir í fitness og vaxtarrækt á næsta ári sem standa Íslenskum keppendum til boða hjá IFBB sambandinu. Haldin verða Grand Prix mót í Noregi, Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð og til athugunar er að halda slíkt mót hérlendis einnig með alþjóðlegum keppendum.Flest þessi alþjóðlegu mót falla vel að Fitnesshelginni sem fer fram um páskana þar sem þau fara flest fram í apríl-maí. Evrópumótið í fitness og vaxtarrækt fer fram í maí í Rúmeníu, norðurlandamótið í október og heimsmeistaramótið lok september. Reikna má með að einvhverjir íslenskir keppendur komi til með að fara á þessi mót.

Exit mobile version