Site icon Fitness.is

Úrslit Íslandsmótsins í fitness 2016

IslandsmotFitness2016_EG54980_4928 x 3280Íslandsmótið í fitness fór fram um páskana í Háskólabíó þar sem 105 keppendur stigu á svið á þessu stærsta fitnessmóti ársins. Á skírdag var keppt í karlaflokkum og á föstudaginn langa í kvennaflokkum en alls var keppt í sex keppnisgreinum og að lokinni keppni í hverjum flokki var keppt um heildarsigurvegara hverrar keppnisgreinar.

Ingi Sveinn sigraði unglingaflokkinn og heildarkeppnina

Töluverð fjölgun varð meðal keppenda í fitnessflokkum karla og var þetta í fyrsta skipti síðan 2008 sem karlar eru fleiri á sviði en konur á Íslandsmótinu. Keppnin í þeim flokkum var því jöfn og erfið en það var Ingi Sveinn Birgirsson sem sigraði unglingaflokkinn sem varð einnig heildarsigurvegari í fitness karla en hann keppti við þá Elmar Eysteinsson og Jakob Má Jónharðsson sem eins og Ingi sigruðu sína flokka.

Una Margrét sigraði fitness kvenna

Í fitnessflokkum kvenna var það var það Una Margrét Heimisdóttir sem sigraði heildarkeppnina eftir keppni við þær Hafdísi Björgu Kristjánsdóttur, Söndru Ásgrímsdóttur og Söru Mjöll Sigurðardóttur. Í ólympíufitness kepptu þær Hrönn Sigurðardóttir og Alda Ósk Hauksdóttir þar sem Hrönn stóð uppi sem sigurvegari.

Íris Ósk kom sá og sigraði í módelfitness

Keppendur í módelfitness voru 27 talsins sem er nokkuð fámennara en undanfarin ár en það breytti því ekki að margir af bestu keppendum landsins stigu á svið. Það var nýtt andlit sem stóð uppi sem heildarsigurvegari í módelfitness en það var Íris Ósk Ingólfsdóttir en sigur hennar þykir vera mark um áherslur á mjúkar samræmdar línur sem eiga að vera í dómgæslu í módelfitness. Hún varð einu stigi á undan Kristjönu Huld Kristinsdóttur sem sigraði eins og Íris sinn flokk og þær Rakel Ósk Orradóttir, sigurvegari í yfir 168 sm flokki og Nadezda Nikita Rjabchuk sigurvegarar í yfir 168 sm flokki og 35 ára og eldri urðu í þriðja og fjórða sæti í heildarkeppninni.

Viktor Orri sigraði í sportfitness

Sportfitness karla hefur sannað sig sem skemmtileg keppnisgrein og Íslandsmótið endurspeglaði það þar sem fjöldi keppenda steig á svið. Sportfitness unglinga var sérlega skemmtilegur flokkur með 11 keppendum sem allir blönduðu sér í baráttuna um efstu sætin. Það var Viktor Orri Emilsson sem sigraði undir 178 sm flokkinn og heildarkeppnina í sportfitness eftir keppni við Bjarna Heiðar Bjarnason sem sigraði yfir 178 sm flokkinn og Hrannar Inga Óttarsson sem sigraði unglingaflokkinn. Keppnin í sportfitness var ákaflega jöfn og lífleg og sýndi fram á að þessi keppnisgrein á mikla framtíð fyrir sér.

David Alexander Íslandsmeistari í vaxtarrækt

Í vaxtarræktinni varð það David Alexander sem varð heildarsigurvegari og sigurvegari í opnum flokki. Keppt var í unglingaflokki og einum opnum flokki þar sem sjö keppendur stigu samtals á svið. Arnar Jóel Sigdórsson sigraði í unglingaflokknum en David Nyombo Lukonge sigraði í flokki 40 ára og eldri.

Fitness karla unglingafl.    Númer
1    Ingi Sveinn Birgirsson    1
2    Teitur Arason    5
3    Ómar Smári Óttarsson    4
4    Snæþór Ingi Jósepsson    2
5    Valur Hákonarson    8
6    Felix Manúel Bjarnason    6
Árni Gísli Magnússon    3
Marteinn ísak steinarsson    7
Jóhann Atli Jóhannsson    9
Martin Meyer    10

Fitness karla    Númer
1    Elmar Eysteinsson    12
2    Sigurjón Þorkell Sigurjónsson    19
3    Ómar Smári Óttarsson    20
4    Snæþór Ingi Jósepsson    21
5    Gunnar Sigurðsson    15
6    Hlynur Guðlaugsson    11
Martin Meyer    13
Jakob Már Jónharðsson    14
Pétur Ingi Halldórsson    16
Przemyslaw Zmarzly    17
Helgi Sigurðsson    18

Fitness karla 40 +    Númer
1    Jakob Már Jónharðsson    22
2    Helgi Sigurðsson    23

Fitness karla heildarkeppni    Númer
1    Ingi Sveinn Birgirsson    1
2    Elmar Eysteinsson    12
3    Jakob Már Jónharðsson    22

Sportfitness karla unglingafl.    Númer
1    Hrannar Ingi Óttarsson    24
2    Jón Áki Friðþjófsson    25
3    Gauti Guðmann    30
4    Guðmundur Emil Jóhannsson    31
5    Kristján Gabríel Sigurjónsson    27
6    Björn Vestmar Bjarnason    33
Úlfar Örn Úlfarsson    28
Pétur Ingi Hauksson    29
Sigurður Traustason    32
Guðbrandur Óli Helgason    26
Þröstur Hjálmarsson    34

Myndir – sportfitness

Sportfitness karla -178    Númer
1    Viktor Orri Emilsson    38
2    Viktor Berg    36
3    Hrannar Ingi Óttarsson    39
4    Sindri Már Björnsson    37
5    Róbert Þór Jónasson    40
6    Gretar Berg Aðalgeirsson    41
Farzad Yousofi    35
Przemyslaw Slawomir Sosniak    42

Sportfitness karla +178    Númer
1    Bjarni Heiðar Bjarnason    49
2    Jóhann Þór Friðgeirsson    47
3    Egill Már Magnússon    51
4    Skúli Bragi Magnússon    48
5    Haukur Heiðar Bjarnason    43
6    Jhordan Valencia    44
Kristján Loftur Helgason    45
Pálmar Hafþórsson    50
Hákon Freyr Gíslason    46

Sportfitness heildarkeppni    
1    Viktor Orri Emilsson    38
2    Bjarni Heiðar Bjarnason    49
3    Hrannar Ingi Óttarsson    24

Vaxtarrækt karla unglingafl.    Númer
1    Arnar Jóel Sigdórsson    52
2    Alexander Guðjónsson    53
3    Tómas Darri Þorsteinsson    54

Vaxtarrækt karla 40 ára +    Númer
1    David Nyombo Lukonge    56
2    Sigurkarl Aðalsteinsson    55

Vaxtarrækt karla    Númer
1    David Alexander    59
2    David Nyombo Lukonge    60
3    Sigurkarl Aðalsteinsson    58
4    Rúnar Bjarki Elvarsson    57

Vaxtarrækt heildarkeppni    
1    David Alexander    59
2    Arnar Jóel Sigdórsson    52
3    David Nyombo Lukonge    56

Fitness kvenna unglingafl.    Númer
1    Sara Mjöll Sigurðardóttir    61

Fitness kvenna 35 ára +    Númer
1    Sandra Ásgrímsdóttir    64
2    Þórdís Marteinsdóttir    66
3    Rósa Björg Guðlaugsdóttir    65
4    Sólveig Regína Biard    63
5    Guðrún Bryndís Gunnarsdóttir    62

Fitness kvenna -163    Númer
1    Hafdís Björg Kristjánsdóttir    67
2    Mihaela Jitca    69
3    Ágústa Árnadóttir    68

Fitness kvenna +163    Númer
1    Una Margrét Heimisdóttir    76
2    Sandra Ásgrímsdóttir    71
3    Inga Hrönn Ásgeirsdóttir    73
4    Sara Mjöll Sigurðardóttir    75
5    Þórdís Marteinsdóttir    72
6    Rósa Björg Guðlaugsdóttir    74
Sólveig Regína Biard    70

Fitness kvenna heildarkeppni    Númer
1    Una Margrét Heimisdóttir    76
2    Hafdís Björg Kristjánsdóttir    67
3    Sandra Ásgrímsdóttir    64
4    Sara Mjöll Sigurðardóttir    61

Módelfitness 35 ára +    Númer
1    Nadezda Nikita Rjabchuk    80
2    Sigurlaug Níelsdóttir    78
3    Sigurbjörg Ólafsdóttir    81
4    Halldóra Ástþórsdóttir    77
5    Guðrún María Jónsdóttir    82
6    Dagný Sif Kristinsdóttir    79

Módelfitness -163    Númer
1    Íris Ósk Ingólfsdóttir    88
2    Loubna Anbari    84
3    Aðalheiður Guðmundsdóttir    85
4    Eva Lind Fells Elíasdóttir    86
5    Lilja Rún Jónsdóttir    83
6    Rakel Guðnadòttir    87

Módelfitness -168    Númer
1    Kristjana Huld Kristinsdóttir    96
2    Aðalbjörg Arna Gærdbo Smáradóttir    95
3    Disa Edwards    92
4    Aníta Ýr Strange    93
5    Heiða Ósk Úlfardóttir    91
6    Eva M. Kristjánsdóttir    90
Guðrún Helga Reynisdóttir    89
Véný Viðarsdóttir    94

Módelfitness yfir 168    Númer
1    Rakel Ósk Orradóttir    102
2    Alexandra Sif Nikulásdóttir    99
3    Guðný Ósk Sigurðardóttir    101
4    Kristín Elísabet Gunnarsdóttir    98
5    Elfa Björk Víðisdóttir    100
6    Nadezda Nikita Rjabchuk    97
Gréta Jóna Vignisdóttir    103

Módelfitness heildarkeppni    Númer
1    Íris Ósk Ingólfsdóttir    88
2    Kristjana Huld Kristinsdóttir    96
3    Rakel Ósk Orradóttir    102
4    Nadezda Nikita Rjabchuk    80

Ólympíufitness kvenna    Númer
1    Hrönn Sigurðardóttir    105
2    Alda Ósk Hauksdóttir    104

Sirka 1000 myndir væntanlegar.

Exit mobile version