Fæðingarár: 1984
Bæjarfélag: Rvk
Hæð: 172
Þyngd: 85
Keppnisflokkur:
Vaxtarrækt karla að og með 90 kg
Heimasíða eða Facebook:
http://eafitness.is
Atvinna eða skóli:
EA Fitness þjálfari – Eigandi Gravity Games
Hvað varð til þess að þú byrjaðir að keppa?
Eftir að ég sá fyrsta fitnessmótið mitt í sjónvarpinu sem unglingur þá ákvað ég að þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera.
Keppnisferill:
2006 IFBB Fitness
2008 IFBB Vaxtarækt -80kg
2010 Fire & Ice – vaxtarækt -90kg
2011 WBFF Vaxtarækt
Hverjir eru helstu stuðningsaðilar þínir?
Þeir eru nokkrir. Hafið fiskverslun sér til þess að ég fái besta mögulega laxinn sem hægt er fá.
Vaxtarvörur hafa staðið við bakið á mér frá degi eitt og eru með bestu vörurnar.
Matfugl hefur sponsað mig með bestu kjúklingabringunum.
Trimform sér um að tóna mig . Fjölskyldan og vinir hafa einnig sýnt ótrúlegan stuðning, en númer eitt er EA fitness þjálfarinn og kærastan hún Elma.
Hvaða æfingakerfi hefur virkað best fyrir þig?
Æfingakerfið mitt er einfalt, æfa þungt og stutt í einu.
Ég skipti vikunni niður í 6 daga.
Dagur 1. Brjóst + Kálfar
Dagur 2. Bak + tvíhöfði
Dagur 3. Læri
Dagur 4. Axlir
Dagur 5. Hendur
Dagur 6. Hamur + kálfar
Dagur 7. Hvíld
Í keppni undirbúning þá hendi ég inn 2 auka brennslum yfir daginn.
Hvernig er mataræðið?
Uppistaðan í mataræðinu mínu er: Egg – Lax – Hrísgrjón – Haframjöl – Kjúklingabringur
Fæðubótarefnin spila svo inn með: V-trec prótein – Dextro – Saw – Dayli vits – Cvit – BCAA
Hvaða bætiefni hefur virkað best fyrir þig?
BCAA
Hvaða bætiefni ertu að taka, hve oft og hve mikið?
V-trec protein – 5x á dag
Saw – alltaf fyrir æfingu
BCAA – fyrir & eftr æfingu
Dextro – Fyrir & eftir æfingu
Seturðu þér markmið?
Ég set mér alltaf markmið í öllu sem ég geri.
Það sem hefur virkað best fyrir mig er að brjóta stóru markmiðin niður í minni og tækla þau svo eitt í einu.
Hvað er það sem hvetur þig áfram á erfiðum dögum?
Viljinn. Þegar ég vill eithvað þá keyri ég á það, svo skaðar ekki að eiga öfluga kærustu sem hvetur mann áfram einfaldega með því að vera hún sjálf.
Hver er uppáhalds keppandinn þinn erlendis?
Klárlega Flex Lewis, einn sá öflugasti sem ég veit um og frábær fyrirmynd.
Hver er uppáhalds keppandinn þinn hér heima?
Maggarnir klárlega, ótrúlegir íþróttamenn sem hvetja okkur hina áfram.
Ef þú ættir að gefa öðrum keppendum eitt ráð, hvað væri það?
Mundu að gera það sem gerir þig hamingjusama/nn, þetta er erfið íþrótt og kallar á mikinn aga og metnað. Ég myndi mæla með að taka fyrstu skrefin með góðan þjálfara sem hefur reynslu á þessu sviði.