Site icon Fitness.is

Undraheimur fitufrumna

FITUFRUMUR ÞJÓNA FLEIRI HLUTVERKUM EN AÐ VERA FORÐIÐ FYRIR MÖGRU ÁRIN.

Fitufrumur eru annað og meira en forðabúr fyrir orku þó meginhlutverk þeirra sé að geyma orku til mögru árana. Inni í fitufrumunum eru þríglýseríð sem eru mjög skilvirk í að geyma orku.

Í frumunum er flókið skynjarakerfi sem hjálpar við að halda orkubúskapnum í jafnvægi. Jafnvægi á milli neyslunnar og orkueyðslunnar. Hvítu fitufrumurnar seytla fjölmörgum hormónum eins og leptín, adiponectín og adipsín sem hafa áhrif á matarlyst og blóðsykurstjórnun.

Brúnu fitufrumurnar losa orku sem hita og vernda líkamann, ekki eingöngu fyrir kulda, heldur einnig offitu og sykursýki. Báðar fitufrumugerðirnar leika sömuleiðis stórt hlutverk í að efla ónæmiskerfið, stjórna taugakerfinu og blóðflæðinu. Það er því mikil einföldun að horfa á hlutverk þeirra eingöngu út frá því að vera orkuforði í formi aukakílóa.
(Molecular Biology of the Cell
27: 2523-2527, 2016)

Exit mobile version