Undirbúningur hafinn fyrir næsta mót Magnús Bess núverandi Íslandsmeistari í vaxtarrækt er byrjaður að undirbúa sig fyrir næsta mót. Að sögn ætlar hann að taka 12 vikur í undirbúning hvað mataræði varðar og keppa síðan á Íslandsmótinu sem haldið verður um Páskana á Akureyri.Mig langar til að fara á einhver af þessum Grand Prix mótum sem verða haldin í kjölfarið og er að skoða þau. Einnig er Evrópumótið spennandi, segir Magnús. Evrópumótið verður haldið í Rúmeníu eins og á síðasta ári og má búast við því að einhverjir íslenskir keppendur muni halda þangað til keppni.