Site icon Fitness.is

Tvö Íslandsmet féllu á Íslandsmóti Þrekmeistarans

trekmeistarihaust2008Mikil spenna lá í loftinu þar sem 130 þrekmeistarar víðsvegar af að landinu mættust í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Þau Kristjana Hildur Gunnarsdóttir frá Keflavík og Jón Hjaltason frá Akureyri bættu Íslandsmetin í sínum flokkum. Kristjana bætti sitt eigið Íslandsmet um 19 sek og Jón bætti met bróður síns Þorsteins Hjaltasonar í flokki 39 ára og eldri, sömuleiðis um 19 sek.Skömmu áður en Jón Hjaltason fór þrekbrautina á tímanum 16:58, fór Guðlaugur B. Aðalsteinsson sem keppti í sama flokki brautina á tímanum 17:08. Met Þorsteins hafði verið 17:17 og bæting Guðlaugs stóð því ekki lengi. Í opnum flokki kvenna varð önnur Annie Mist Þórisdóttir á tímanum 16:58, en þriðja varð Helena Ósk Jónsdóttir á tímanum 18:09:43. Sveinbjörn Sveinbjörnsson sigraði í opnum flokki karla á tímanum 15:46. Hann var þannig 8 sekúndum frá því að jafna met Pálmars Hreinssonar sem hefur staðið í tvö ár. Annar varð Ómar Ómar á tímanum 16:31 og þriðji Evert Víglundsson sem fór á tímanum 16:45. Jón Hjaltason sem sigraði í flokki eldri en 39 ára varð síðan fjórði í opnum flokki á tímanum 16:58 sem er nýtt Íslandsmet.
Í liðakeppni kvenna var það liðið Topp5 frá Lífsstíl og Hressó sem bar sigur úr býtum á tímanum 14:25, en liðið BC-Wonder frá Bootcamp varð annað á tímanum 14:29. BC-súperliðið sem sömuleiðis kemur frá Bootcamp varð í þriðja sæti á tímanum 14.55. Það gekk á ýmsu í liðakeppni karla. Frá því þrekmeistarakeppnir hófust fyrir 7 árum hafa tækin sem notuð eru í æfingunum fram til þessa staðist álagið sem fylgir keppninni. Á þessu varð þó breyting þegar liðsmaður BC-Drumba hreinlega kubbaði niðurtogsvél í tvennt. Við það varð að grípa til þess ráðs að ræsa eitt lið inn í brautirnar í einu, en allt fór vel að lokum og allir náðu að ljúka keppni. Það var liðið 5Tindar frá Bootcamp sem sigraði liðakeppni karla á tímanum 12:51 sem er um mínútu frá Íslandsmeti SWAT sem slegið var á síðasta Íslandsmóti. BC-Drumbarnir urðu tveimur sekúndum á eftir 5Tindum í liðakeppninni en bronsið féll í skaut Megaliðsins frá Bootcamp. BC-Geriatrics (gamalmennin) liðið sigraði í flokki 39 ára og eldri og fór á tímanum 14:16 sem er einungis 9 sek frá gildandi Íslandsmeti liðsins Nöldurs og Naggs – Rauðir frá Akureyri. Þeir fóru því á frábærum tíma og eiga eflaust eftir að gera aðra atlögu að Íslandsmetinu. Í flokki kvenna eldri en 39 ára sigraði Halla Sigbjörnsdóttir á tímanum 24:09. Alls kepptu 19 lið á Þrekmeistaranu að þessu sinni, 9 kvennalið og 10 karlalið auk 37 einstaklinga. Næsta Þrekmeistaramót verður haldið á vordögum á næsta ári og má þá búast við enn meiri þátttöku í ljósi þess að einhverra hluta vegna hefur þátttakan í þessari skemmtilegu keppnisgrein ávallt verið meiri á vorin en haustin.

Einstaklingsflokkur kvenna opinn
Sæti Tími Æfingastöð

1 15:47.90 1 Kristjana Hildur Gunnarsdóttir Lífsstíll

2 16:58.00 4 Annie Mist Þórisdóttir Bootcamp

3 18:09.43 2 Helena Ósk Jónsdóttir Lífsstíll, Keflavík

4 18:20.32 1 Gyða Arnórsdóttir Hressó Vestmannaeyjum

5 19:10.43 2 Hildur Edda Grétarsdóttir Boot Camp!

6 20:08.95 6 María Ögn Guðmundsdóttir Boot Camp

7 20:17.01 5 Hjördís Ósk Óskarsdóttir Boot Camp

8 20:50.99 4 Kristín Björg Ólafsdóttir Boot Camp

9 21:59.07 3 Laufey Garðarsdóttir World Class

10 22:25.57 3 Soffía Sveinsdóttir Boot Camp

11 24:01.24 5 Rut Sigurðardóttir Lífsstíll

12 24:09.37 7 Halla Sigbjörnsdóttir Bjarg

13 29:07.92 6 Fanney Úlfljótsdóttir Laugar

14 32:48.04 7 Ólöf Jóhanns

 

Einstaklingsflokkur karla – opinn 

1 15:46.58 1 Sveinbjörn Sveinbjörnsson Bootcamp

2 16:31.62 3 Ómar Ómar BootCamp

3 16:45.61 1 Evert Víglundsson world class crossfit iceland

4 16:58.92 5 Jón Hjaltason Vaxtaræktin

5 16:59.96 2 Leifur Geir Hafsteinsson CrossFit Ísland og Sporthúsið

6 17:07.73 4 Vikar Karl Sigurjónsson Lífsstíll, Keflavík

7 17:08.11 2 Guðlaugur B. Aðalsteinsson Vaxtar. Akureyri

8 17:27.86 7 Elvar Þór Karlsson BootCamp

9 17:29.62 4 Aðalsteinn Sigurkarlsson Vaxtar. Akureyri

10 17:53.67 6 Þorsteinn Hjaltason

11 18:30.56 6 Árni Þór Ármannsson Lífstíll Keflavík

12 19:04.88 5 Hilmar Þ Harðarson Sporthusið

13 19:46.02 11 Karl Rúnar Martinsson Bootcamp

14 20:06.55 3 Drengsson, Stefán BOOT CAMP

15 20:42.23 7 Gunnar Sveinbjörnsson Boot Camp

16 20:51.19 8 Steinar Sigurðarson Bootcamp Reykjavik

17 20:53.31 8 Andri Steindórsson Bjarg

18 21:41.63 9 Annas Sigmundsson Bootcamp

19 22:06.67 10 Birgir Hrafn Hafsteinsson Sporthúsið / World Class

20 22:45.00 12 Sævar Þór Ásgeirsson Bjarg

21 24:35.95 9 Ingi Freyr Atlason Bootcamp

22 26:32.92 10 Daði Jónsson Crossfit Iceland

23 30:55.82 11 Sigurður Hjaltason Bjarg

 

Liðakeppni kvenna

1 14:25.83 1 Topp5 Lífsstíll/Hressó

2 14:29.63 4 BC-Wonder BootCamp

3 14:55.55 1 BC Súperliðið Boot Camp!

4 15:21:19 2 BC-Blöðrur Bootcamp

5 15:38.02 5 BC-Bjarmi Bootcamp

6 16:49.97 4 Team Hello Kitty Blandað – erum saumaklúbbur

7 17:00:30 2 Guggurnar World VClass

8 17:40.23 3 BC-Eldingar Boot Camp

9 18:15.14 3 Hot springs Hamar – Hveragerði

 

Liðakeppni karla

1 12:51.87 1 5tindar BOOT CAMP

2 12:54.45 1 BC-Drumbar BootCamp

3 13:23.01 4 Mega liðið Boot Camp

4 13:41.43 3 Crossfit Blackbox Theary Crossfit Iceland

5 13:52.45 3 Boot camp GoldmemberS Boot camp

6 13:52.57 4 Blixzaria Smárinn

7 13:54.93 5 Cossfit Fran Crossfit Iceland

8 14:16.55 5 Bc Geriatrics (gamal menni) Bootcamp

9 14:17.85 2 Lífsstíll Best í Heimi Lífsstíll, Keflavík

10 14:50.51 2 BC Tröllin Boot Camp
Komnar eru ca 50 myndir frá þrekmeistaranum í myndasafnið og má búast við fleiri myndum þegar líða tekur frá. Smelltu hér til að Fara í myndasafnið og skoða myndir frá þrekmeistaranum.

Exit mobile version