Site icon Fitness.is

Tónlist eykur afköst á brettinu

Það er orðið mun auðveldara að hlusta á tónlist að eigin vali á æfingum með tilkomu allra þessara litlu og nettu iPoda og MP3 spilara sem til eru í dag. Æfingastöðvar bjóða flestar upp á tónlist, en margir kjósa engu að síður að hlaupa á hlaupabretti með sitt eigið lagaval í eyrunum.Tónlistin virka hvetjandi og gerir æfinguna skemmtilegri en ella ef lagavalið er gott. Hvað árangur varðar hefur tónlist lítil áhrif á svokallaðan hámarksárangur í æfingum. Hinsvegar hefur það sýnt sig að tónlist hjálpar fólki sem á við skerta hreyfigetu að stríða. Tónlistin skilar sér líka í auknum afköstum í þolgreinum eins og því að hjóla eða hlaupa á hlaupabretti.

Exit mobile version