Site icon Fitness.is

Tónlist er hvetjandi í æfingasalnum

Að sjálfsögðu er búið að rannsaka hvort betri árangur náist í æfingasalnum með því að hlusta á hressa tónlist. Sífellt fleiri nota iPod eða önnur gismó til þess að hlusta á tónlist á meðan skokkað er á hlaupabretti eða jafnvel alla æfinguna.Samantekt á þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið sy?nir að tónlist er hvetjandi í þolæfingum, en skilar ekki beinum auknum árangri í átökum. Fólk sem stríðir við hamlaða hreyfigetu nær hinsvegar meiri framförum með því að hlusta á tónlist, heldur en ekki. Ef þér líður vel í æfingasalnum þegar þú hlustar á tónlist er markmiðinu einmitt náð. Þú léttist ekki meira eða lyftir þyngri lóðum með því að hlusta á tónlist, en ef þér líður betur er markmiðinu náð.

Exit mobile version