Site icon Fitness.is

Tíkatúttur og steranotkun

young bodybuilder traininig over balck background

Þeir sem taka stera eða testósterón fá margir svonefndar tíkatúttur (gynecomastia) þegar þeim fer hreinlega að vaxa brjóst. Byrjar það gjarnan sem ofvöxtur í vefjum við geirvörturnar. Ástæðan er sú að hluti af testósteróninu breytist í estrógen kvenhormónið. Þessum tilfellum fjölgar eftir því sem aldurinn færist yfir vegna eðlilegra breytinga á hlutfalli testósteróns og estrógens. Frank Nuttall og félagar við VA Heilbrigðisstofnunina í Minneapolis endurskoðuðu rannsóknir sem gerðar hafa verið á hormónastarfsemi líkamans og komust að þeirri niðurstöðu að fjöldi lyfja geta valdið þessum aukaverkunum en tíkatúttur lagast yfirleitt með tímanum. Sumir íþróttamenn sem hafa notað stera taka lyf eins og tamoxifen eða raloxifene til að koma í veg fyrir aukningu í estrogenframleiðslu líkamans og draga þannig úr hættunni á tíkatúttum. Hinsvegar er eina örugga leiðin að nota yfir höfuð ekki stera.
(European Journal of Clinical Pharmacology, vefútgáfa 2. apríl, 2015)

Exit mobile version