Site icon Fitness.is

Þyngdaraukning á meðgöngu


Það að vera vel á sig kominn og grönn fær nútíma konuna til þess að líða betur, en það er eitt tímabil þar sem það er hreinlega heimskulegt að ætla að halda sér grannri. Rannsókn gerð á vegum Landsmiðstöðvar í heilbrigðistölfræði (National Center for Health Statistics) leiddi í ljós að konur sem reyna að takmarka líkamsþyngd sína á meðgöngutímanum skapa barni sínu hættu. Samkvæmt rannsókninni sem náði til 16,000 fæðinga var greinilegt hjá konum sem þyngdust mjög lítið á meðan á meðgöngu stóð að meira var um alls kyns kvilla auk þess sem þær fæddu minni börn, oft með heilsuvandamál og tíðni ungbarnadauða var hærri. Þess vegna virðist það vera skynsamara fyrir konur að halda sér í formi þar til að meðgöngu kemur og leyfa sér að þyngjast á eðlilegan máta og líta á það sem eðlilegan hlut að þyngjast en hversu mikið er mjög persónubundið.

Exit mobile version