Site icon Fitness.is

Þeir sem borða hnetur lifa lengur

hnetaDánartíðni er 20% lægri meðal þeirra sem borða hnetur daglega en þeirra sem borða ekki hnetur samkvæmt rannsókn sem gerð var við Harvardháskóla á rúmlega 100.000 heilbrigðisstarfsmönnum. Einnig fundust tengsl á milli lægri dánartíðni vegna krabbameins, hjarta- og lungnasjúkdóma og þeirra sem borða hnetur. Hnetur innihalda mikið af næringarefnum og mikið af fjölómettuðum fitusýrum, trefjum, vítamínum, steinefnum og sindurvörum. Allar helstu heilbrigðisstofnanir í Bandaríkjunum mæla með því að fólk borði hnetur sem hluta af heilbrigðu mataræði.
(New England Journal of Medicine, 369: 2001-2011, 2013)

Exit mobile version