Site icon Fitness.is

Sundbolir á undanhaldi í módelfitness

Ekki verður keppt í sundbolalotu í módelfitness á næsta Íslandsmóti í fitness. Fyrir rúmlega ári síðan var hætt að keppa í sundbolum í fitnessflokkum kvenna og nú ber svo við að módelfitness fer sömu leið. Með stækkandi mótum, meiri keppendafjölda og viðleitni til að reyna að gæta þess að mótin verði ekki of löng er sífellt leitað leiða til að sníða agnúa af framkvæmd móta hjá IFBB. Hvað dómgæslu varðar kom í ljós að lítill og í mörgum tilfellum enginn munur var á niðurstöðum dómara í þessari lotu og öðrum lotum. Þessar reglur taka strax gildi hvað módelfitness varðar og keppendur hér á landi þurfa því ekki að gera ráð fyrir sundbolalotu á komandi Íslandsmóti.

Exit mobile version