Samkvæmt endurskoðun rannsókna sem Simon Thornton gerði við Háskólann í Lorraine í Nancy í Frakklandi, stuðlar vatn að léttingu með óbeinum áhrifum á minna át og auka líkurnar á að líkaminn noti fitu sem orkuefni. Aukin vatnsdrykkja eykur frumustærð um allan líkamann sem veldur því að efnaskiptahraði og hitaeiningabrennsla eykst. Aukin vatnsdrykkja dregur úr framleiðslu hormónsin angiotensin II sem hefur það hlutverk að stjórna vökvaflæði. Þekkt er að vessaþurrð eykur insúlínviðnám sem óbeint stuðlar að fitusöfnun.
Endurskoðun þessara rannsókna sýndi fram á samhengi á milli þornunar líkamsvefja og þyngingar. Engu að síður er ekki hægt að fullyrða að eðlilegt vökvajafnvægi eða mikil vatnsdrykkja stuðli að léttingu. Mjög fáar rannsóknir á mönnum hafa sýnt fram á að fólk léttist með því að auka vatnsdrykkju. Það eru þessi óbeinu áhrif sem þarf að hafa í huga, enda er vatn forsenda fyrir meira eða minna öllum efnaskiptum í líkamanum.
(Frontiers in Nutrition)