Site icon Fitness.is

Stórsýning um líkamsrækt og heilsu í haust

Dagana 7 11 september verður haldin vöru- og þjónustusýning í Egilshöll undir nafninu 3L Expo. Sýningin er hugsuð fyrir alla þá sem að á einhvern hátt koma að heilsu, sporti eða vellíðan segir á vefsíðu fyrirtækisins Vivus ehf.Sýningin tekur á öllum þáttum lífs, líðan og líkama. Heildsalar að leita eftir smásölum eða smásalar sem vilja sýna almenningi hvað þeir hafa fram að færa. Allir sem tengjast líkamanum beint, hvort sem það eru nuddarar, smáskammtalæknar, hnykkjarar, þeir sem eru með göngugreiningar, aðrar líkamsmælingar, fótaaðgerðafræðingar og margir fleiri. Allir sem eru að flytja inn og/eða selja fæðubótarefni verða saman á einu svæði, en þar er mikil gróska um þessar mundir og margar nýjungar geta litið dagsins ljós. Matvælaframleiðendur og innflutningsaðilar á heilsusamlegum matvælum eru ómissandi á 3L EXPO. Bílaumboð að kynna bíla, með búnaði sem eykur vellíðan og öryggi í akstri á heima á 3L EXPO. Húsgögn og rúm sem auka vellíðan og lífsgæði verða örugglega fyrirferðamikil á sýningunni. Á skautasvellinu verður búin til skemmtileg útivistarstemning. T.d. verðu búið til snjófjall fyrir þá sem tengjast útivist eða selja vörur og þjónustu sem tengjast snjó á einhvern hátt. Dagskrá sýningarinnar verður að finna á vef sýningarhaldara sem er www.3lexpo.is

Exit mobile version