Site icon Fitness.is

Sterkt samband á milli lífshættulegs húðkrabbameins og ljósabekkjanotkunar

 
Sortuæxli er eitt af þeim húðkrabbameinum sem hafa reynst lífshættulegust. Líkurnar á að lifa í 10 ár án meðferðar eru nákvæmlega núll prósent. Tíðni sortuæxla hefur stóraukist, sérstaklega meðal kvenna undir fimmtugu en talið er að ástæðuna megi rekja til ljósabekkjanotkunar. DeAnn Lazovich við Háskólann í Minnesota hefur með rannsóknum sínum fundið tengsl á milli ljósabekkjanotkunar og sortuæxla í konum, en ekki karlmönnum. Vísindamenn báru saman 681 sjúkling með sortuæaxli við 654 jafnaldra sem ekki voru með sjúkdóminn. Notkun ljósabekkja jók líkurnar á að fá sortuæxli um 900% í samanburði við viðmiðunarhópinn. Konur sem stunda ljósabekki oft og byrjuðu á unga aldri voru í mestri hættu á að fá sjúkdóminn. Talið er að sortuæxlafaraldurinn muni ekki dvína svo lengi sem ljósabekkir eru vinsælir.
(JAMA Dermatology, vefútáfa 27. janúar 2016)

Exit mobile version