Site icon Fitness.is

Sterar í töfluformi valda lifrareitrun

Sterar í töfluformi fara í gegnum efnabreytingaferli sem hefur þann tilgang að þeir endist lengur í líkamanum.

Svonefndir C-17 alkyl andrógenískir sterar eru taldir valda lifrarskemmdum af ýmsu tagi.

Vísindamenn frá Chile í Argentínu og Spáni skýrðu frá 25 lifraskemmdatilfellum meðal vaxtarræktarmanna sem lagðir voru inn á sjúkrahús. Fjöldi einstaklinga varð sömuleiðis fyrir nýrnaskemmdum en ekki urðu nein dauðsföll af þessum völdum.

Undanfarið hafa ýmsar vísbendingar komið fram í fjölmiðlum um að fjöldi íþróttamanna úr ýmsum íþróttum séu að nota stera en þeir sem nota stera ættu að forðast stera í töfluformi. Hættan á lifrareitrun er mikil meðal kærulausra steranotenda.
(Alimentary Pharmacology & Therapeutics 41: 116-125, 2015)

Exit mobile version