Site icon Fitness.is

Steranotkun algeng meðal íþróttamanna þrátt fyrir vel þekktar aukaverkanir

madur_sterarÞað leikur enginn vafi á að fjöldi keppnisíþróttamanna notar stera til að ná meiri árangri í hinum ýmsu íþróttum. Þrátt fyrir mikið lyfjaeftirlit af hálfu eftirlitsaðila innan og utan keppna halda íþróttamenn áfram að taka bönnuð efni og stera sem hafa vel þekktar aukaverkanir. Í skýrslu sem þýskir vísindamenn birtu kom fram að margir íþróttamenn taka lyf til að sporna við neikvæðum áhrifum steranotkunar á hjarta- og kransæðakerfið, þar á meðal of háum blóðþrýstingi, of háu kólesteróli og bólgum. Rannsóknir á einstökum tilvikum hafa sýnt fram á blóðkekkjamyndun og hjartaáfall þegar um er að ræða íþróttamenn sem nota stera. Í skýrslunni kom fram að skynsamlegt væri að læknar rannsaki hjarta- og kransæðakerfi íþróttamanna sem þeir hafa grunaða um að nota vefaukandi stera.
(Hertz, vefútgáfa 2. apríl 2015)

Exit mobile version