Aðalheiður Ýr var beðin um að segja okkur frá sjálfri sér.
Ég er lærður snyrtifræðingur og er að vinna í Laugum Spa. Ég var að svo að byrja í kvöldskóla í einkaþjálfaraskóla World Class. Hef alltaf haft áhuga á einkaþjálfun og langar að hafa það með. Ég er í sambúð með kærastanum mínum, Ara Páli Samúelssyni, sem er sjálfur á fullu í líkamsrækt og við eigum líkamsræktina sem sameiginlegt áhugamál. Við erum barnlaus en eigum saman yndislega 6 ára rottweiler tík.
Ég er fædd á Patreksfirði og bjó þar til 6 ára aldurs en þá flutti ég til Reykjavíkur og hef búið þar síðan. Frá því ég man eftir mér hef ég alltaf verið að æfa einhverjar íþróttir. Byrjaði í ballett þegar ég flutti í bæinn og var í ballett og jazzballett í 10 ár. Æfði svo frjálsar íþróttir á sumrin. Þegar ég var 16 ára steig ég í fyrsta skipti inn í líkamsræktarstöð og keypti mér kort í World Class. Ég var meira þessi týpa sem mætti í tíma og brennslu, greip svo í lóðin inn á milli en var alltaf að passa mig að verða ekki of mössuð.
„Lyfti alltaf létt og tók margar lotur. Komst svo fljótleg að því að það var ekki alveg málið fyrir mig.“
Og hef lært það núna að það tekur sinn tíma fyrir okkur kvenfólkið að stækka vöðvana eitthvað rosalega mikið. Stelpur þurfa ekki að vera hræddar við þungu lóðin.
Árið 2008 horfði ég á mína fyrstu fitnesskeppni með kærastanum þegar við fórum á Bikarmótið í Háskólabíói. Sá þá að Modelfitness gæti verið eitthvað sem ég hefði áhuga á og ákvað að keppa og var komin á svið ári síðar á Bikarmótinu 2009 og hafnaði í 3 sæti. Ég er rosalega stolt af þeim árangri á mínu fyrsta móti. Fór svo strax á fullt eftir það mót að byggja mig upp og bæta. Fór í fjarþálfun hjá Konna einkajálfara í World Class Laugum og hefur hann verið mér innan handar síðan. Ég náði gríðalegum árangri á einu ári.
Keppti svo aftur núna á Bikarmótinu 2010 og komst í topp 6 í hærri hæðarflokk, +167cm og er algjörlega komin með fitness-fíknina, þetta er svo rosalega gaman. Er að fara keppa aftur á Íslandsmótinu í Háskólabíói 21. apríl 2011 og stefni enn hærra.
Ég hef varla sleppt úr æfingu síðustu 3 árin og lyfti alltaf 5-7 sinnum í viku. Bæti svo brennslu við æfingarnar fyrir mót og fer þá tvisvar á dag. Nema núna þá hefur mér gengið svo vel og ég náð að halda mér svo vel frá síðasta móti að ég þarf ekki að taka auka brennslu. Köttið verður auðveldara með hverju skiptinu.
„Ég borða yfirleitt alltaf mjög hollt og 6 sinnum á dag eða alltaf á 2 tíma fresti.“
Reyni að passa að hafa prótein og holl kolvetni í hverri máltíð. En ég er algjör sælkeri og nammigrís og finnst t.d. mjög gaman að baka. Tek mér að sjálfsögðu alltaf einn góðan nammidag í viku.