Site icon Fitness.is

Stefnt að því að herða lyfjaeftirlit í vaxtarrækt á næsta ári

Íslandsmótið í vaxtarrækt verður haldið sunnudaginn 10. Nóvember nk. á Hótel Íslandi. Vaxtarræktin á 20 ára afmæli nú í ár og búast má því við skemmtilegri uppákomu í tilefni afmælisins. Ekki er annað að heyra en að talsverður keppendafjöldi verði á mótinu og margir byrjaðir að undirbúa sig. Í samtali við Daníel Olsen sem er einn skipuleggjenda keppninnar og er í stjórn FÁV – Félags Áhugamanna um Vaxtarrækt, kom fram að stefnt sé að því á næsta ári að taka upp lyfjaeftirlit á Íslandsmótinu í vaxtarrækt. Ekki hefur verið lyfjaprófað í vaxtarræktarkeppnum hér á landi í allmörg ár, eða síðan 1992. FÁV er undir lögum IFBB eins og fitnessdeild IFBB. Ben Weider, forseti IFBB hefur sent frá sér tilkynningu um að landssambönd sem fari ekki að reglum IFBB varðandi lyfjaeftirlit megi búast við brottvísun eða sektum.

Exit mobile version