Í dag var einnig keppt í upptogi og dýfum og var það Kristján Samúelsson sem var efstur þar með samtals 71 lyftu í æfingum.
Úrslitakeppnin hefst kl 17.00
Á morgun, laugardag kl 17.00 byrjar úrslitakeppnin sem hefst á hindranabraut. Brautin er tvímælalaust sú erfiðasta sem keppendur hafa þurft að fara í gegnum fram til þessa. Einnig verður keppt í samanburði karla og kvenna áður en að úrslitum kemur.
Stefnir í spennandi úrslitakeppni
