Genin eru grunnurinn að flestu sem gerist í mannslíkamanum og þar með talinni standpínunni. Genið sem hér um ræðir kallast prepro-calcitonin og virkni þess felst í að slaka á mikilvægum vöðva í limnum sem gerir það að verkum að hann fer í upprétta stöðu. Í gömlum dýrum virkar þetta gen ekki eins vel og í þeim yngri og það sama á við um mannfólkið. Vísindamönnum tókst að samtengja genið við vírus og sprauta því í liminn á rottum. Þessi meðferð gerði það að verkum að gamlar og úrillar rottur urðu aftur engir eftirbátar þeirra yngri á kynlífssviðinu. Sprautan virkaði í mánuð eftir að hún var fyrst gefin. Það er því möguleiki að ein sprauta geti hjálpað fullorðnum karlmönnum sem muna sinn fífil fegri að standa sig eins og ungir folar í svefnherbergisleikfiminni í heilan mánuð áður en þörf er á næstu sprautu. Hinsvegar er ekki víst að þessi meðferð verði tiltæk fyrir menn fyrr en eftir töluverðan tíma vegna þess að ónæmiskerfi mannfólksins gæti brugðist illa við vírussprautum.
(WebMD, 2. apríl 2001)