Ætla má að mikil spenna verði í loftinu í úrslitum báða dagana, enda hafa keppendur staðið í ströngum undirbúningi fyrir mótið undanfarna mánuði. Það ætti því enginn að láta þennan stærsta viðburð líkamsræktargeirans á árinu framhjá sér fara.
Dagskráin á Íslandsmótinu er eftirfarandi.
Fimmtudagur 5. apríl
11.00 Forkeppni í Módelfitness
18.00 Úrslit í Módelfitness
Föstudagur 6. apríl
12.00 Forkeppni í fitness og vaxtarrækt
18.00 Úrslit í fitness og vaxtarrækt
Forsala miða fer fram í Hreysti í Skeifunni en einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn í Háskólabíói, þ.e.a.s. ef ekki verður uppselt.