Site icon Fitness.is

Stærsta fitnessmótið frá upphafi fer fram um páskana

Framundan er stærsta Íslandsmót sem haldið hefur verið í fitness, módelfitness og vaxtarrækt. Mótið fer fram dagana 5. og 6. apríl í Háskólabíói. Á fimmtudeginum fer fram keppni í módelfitness en á föstudeginum fer fram keppni í fitness og vaxtarrækt. Undanfarin þrjú ár hefur stöðugur vöxtur verið í þátttöku á fitnessmótum IFBB þar sem þátttökumet hafa verið slegin á síðastliðnm fjórum mótum.  Alls keppa 160 keppendur á Íslandsmótinu að þessu sinni og eru þar á meðal allir fremstu keppendur landsins. Að loknu Íslandsmótinu munu nokkrir keppendur stefna á mót erlendis, en fjöldi sterkra alþjóðlegra móta eru framundan.

Ætla má að mikil spenna verði í loftinu í úrslitum báða dagana, enda hafa keppendur staðið í ströngum undirbúningi fyrir mótið undanfarna mánuði.  Það ætti því enginn að láta þennan stærsta viðburð líkamsræktargeirans á árinu framhjá sér fara.

Dagskráin á Íslandsmótinu er eftirfarandi.

Fimmtudagur 5. apríl

11.00 Forkeppni í Módelfitness

18.00 Úrslit í Módelfitness

 

Föstudagur 6. apríl

12.00 Forkeppni í fitness og vaxtarrækt

18.00 Úrslit í fitness og vaxtarrækt

Forsala miða fer fram í Hreysti í Skeifunni en einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn í Háskólabíói, þ.e.a.s. ef ekki verður uppselt.

Exit mobile version