Site icon Fitness.is

Slitnir brjóstvöðvar

Sem betur fer er sjaldgæft að slíta brjóstvöðva. Það gerist nánast aldrei meðal venjulegs fólks. Líkamsræktarfólk og keppendur í kraftagreinum verða hinsvegar frekar fyrir þeirri ógæfu að slíta þennan mikilvæga vöðva. Sökudólgurinn er oftast bekkpressan. Aðrar æfingar eða önnur átök geta hinsvegar líka valdið því að vöðvinn slitni. Best er að meta skaðann með því að fara í svokallaða MRI skönnun sem sýnir vel ástand vöðvans. Líklegast er að best sé fyrir flesta að fara í skurðaðgerð til að laga vöðvann. Aðrar meðferðir en skurðaðgerðir skila einungis árangri í 27% tilvika á meðan 88% skurðaðgerða skila góðum árangri.
(Journal of Shoulder and Elbow Surgery, vefútgáfa 1 janúar 2015)

Exit mobile version