Site icon Fitness.is

Skráning keppenda á Íslandsmót IFBB 2024

Íslandsmót IFBB í fitness og vaxtarrækt verður haldið laugardaginn 20. apríl í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Skráning keppenda er hafin hér á fitness.is.

Skráningu lýkur 5. apríl.

KEPPNISGJÖLD

Keppnisgjald er kr. 10.000,- Ef keppt er í aukaflokki bætist við kr. 4000,-

Vinsamlegast greiðið keppnis- og félagsgjaldið inn á eftirfarandi reikning. Banki 0566-26-5534 kt:680501-2540 og sendið kvittun á netfangið siggi@fitness.is. Athugið að keppnisgjald fæst ekki endurgreitt og skráningar sem berast án greiðslu keppnisgjalds eru ekki teknar gildar.

Skráning á Íslandsmót IFBB 2024

Eftirfarandi er skráningareyðublað fyrir keppendur á Íslandsmót IFBB í fitness sem haldið verður Í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri – Laugardaginn 20. apríl 2024.

Veldu keppnisflokk.

Veldu keppnisflokk. Einungis er heimilt að keppa í einni keppnisgrein og hafa ber í huga að ef svo fer að einungis tveir keppendur eða færri skrá sig í flokk er hugsanlegt að hann verði sameinaður við aðra flokka. Unglingar og öldungar mega keppa í tveimur flokkum og þá viðeigandi hæðar- eða þyngdarflokkum.

Það er heppilegt en ekki nauðsynlegt að vita áætlaða þyngd keppenda á mótsdag ef svo færi að sameina þyrfti flokka vegna þátttöku.

Allir keppendur sem eru í ákveðnum flokkum eru hæðarmældir í innritun.

Allir keppendur á vegum Alþjóðsambands líkamsræktarmanna, IFBB þurfa að samþykkja að fara að öllum reglum IFBB. Reglurnar er að finna á ifbb.com og fitness.is.

Exit mobile version