Skráning er hafin á Íslandsmót IFBB sem haldið verður um páskana. Mótið fer fram dagana 24-25 mars í Háskólabíói og búist er við miklum fjölda keppenda enda er Íslandsmótið að venju stærsta mótið sem haldið er á hverju ári hér á landi.
Miðvikudagur 23. mars: Innritun keppenda.
Fimmtudagur 24. mars: Fitness karla og kvenna, sportfitness og vaxtarrækt.