Site icon Fitness.is

Sigurkarl og David Alexander komust á verðlaunapall á Evrópumótinu

Tveir dagar af fjórum eru liðnir á Evrópumótinu í fitness og vaxtarrækt sem fer fram í Santa Susanna á Spáni. Alls keppa 17 íslendingar á mótinu og um helmingur hefur lokið keppni. Nákvæm úrslit verða kynnt seint á sunnudag, en hæst ber það sem af er að Sigurkarl Aðalsteinsson sem keppti í flokki 50-60 ára í vaxtarrækt karla fékk silfurverðlaun í sínum flokki og David Alexander sem keppti í undir 85 kg flokki í vaxtarrækt  náði fimmta sæti. Gefin eru verðlaun fyrir sex efstu sætin á mótinu.

Þau Valgeir Gauti Árnason, Gísli Örn Reynisson Schramm, David Nyombo, Garðar Ómarsson, Þorlákur Sigurbjörn Sigurjónsson, Ólafur Þór Guðjónsson og Snæþór Ingi Jósepsson komust ekki í úrslit sex efstu sæta á mótinu.

Í dag, laugardag keppa fimm íslenskir keppendur og á sunnudag þrír til viðbótar.

 

Exit mobile version