Á síðastliðnu Íslandsmóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna lét Sigurkarl Aðalsteinsson keppandi í vaxtarrækt þung orð falla í garð dómara í hita augnabliksins í lok verðlaunaafhendingar þar sem hann var ósáttur við að hafna í öðru sæti. Atvikið var litið alvarlegum augum og er ljóst að Sigurkarl mun ekki keppa á vegum Alþjóðasambandsins fram að áramótum. Mun mildar var tekið á lengd keppnisbanns en annars þar sem horft var til þess að Sigurkarl hefur sent dómurum skriflega afsökunarbeiðni.
Hann verður ekki gjaldgengur keppandi á Bikarmótinu í haust og erlendum mótum á þessu ári en mun eflaust mæta tvíefldur til leiks á Íslandsmótinu á næsta ári.
Ekki var kostur á öðru en að bregðast við agabroti sem þessu með viðeigandi hætti en Sigurkarl þykir maður meiri að hafa séð að sér gagnvart dómurum enda getur komið fyrir bestu menn að láta þung orð falla á ögurstundu. Er málinu lokið af hálfu Alþjóðasambands líkamsræktarmanna með þessari niðurstöðu.
Einar Guðmann
Yfirdómari Alþjóðasambands líkamsræktarmanna