Sigurkarl Aðalsteinsson varð Evrópumeistari í vaxtarrækt í annað sinn á Evrópumóti IFBB sem fer fram þessa vikuna í Santa Susanna á Spáni. Árið 2019 varð Sigurkarl fyrstur Íslendinga til að verða Evrópumeistari í vaxtarrækt, þá sextugur. Í dag keppti hann í yfir 65 ára flokki í vaxtarrækt þar sem hann atti kappi við þar á meðal fyrrum heimsmeistara.
Sigurkarl og kona hans Jóna Lovísa Jóns-Ólafsdóttir er einnig að keppa á Evróumótinu en reiknað er með að hún stigi á svið á morgun, laugardag.