Site icon Fitness.is

Risvandamál algengari hjá reykingamönnum

Getulausir karlmenn eiga flestir það sameiginlegt að reykja Reykingamenn fá hvergi frið. Nýlega voru birtar niðurstöður rannsókna á ráðstefnu Samtaka bandarískra hjartasjúklinga. Greinilegt samband er á milli þess hversu alvarlegt risvandamál karlar eiga við að stríða og þess hversu margar sígarettur þeir reykja á dag.Þeir sem reykja meira en 20 sígarettur yfir daginn eru 60% líklegri til þess að eiga við risvandamál að stríða en þeir sem reykja minna en það. Ástæðan er talin vera sú að reykingar þrengja æðar. Ekki bara í kringum hjarta og ýmis líffæri, heldur líka í kynfærum karla. Öll spjót standa á reykingamenn þegar þar sem vitað er að beint samband er á milli reykinga og hjartasjúkdóma. Fyrir unga karlmenn er því tæplega margt sem getur flokkast undir meiri vitleysu en að reykja. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á að það sem ungir og getulausir karlmenn eiga sameiginlegt er fyrst og fremst það að reykja. International Journal of impotence research, 2005, 17-227-230.

Exit mobile version