Þessi breyting gefur keppendum meira svigrúm í vali á fatnaði og ennfremur er áréttað að þeir ráða hvort þeir klæðast íþróttaskóm eða ekki í þessari lotu. Í lýsingu á lotunni segir einnig: „Í þessari fyrstu innkomu eru keppendur kynntir einn í einu inn á sviðið og ganga fyrst inn að miðju, taka hægri beygju og fimm skref, snúa sér við og ganga tíu skref til baka, snúa aftur við og inn að miðju, kveðja og ganga aftur í röðina sem er á sviðinu. Að því loknu yfirgefa allir sviðið eftir ábendingum dómara. “
Hægt er að lesa útdrátt úr reglunum í módelfitness hér.