Í húð reykingamanna er óvenju mikið af ensími sem nefnist matrix metalloproteinasi 1 (MMP-1) en eitt af því sem það gerir er að brjóta niður kollagen eitt af hlutverkum kollagens í húðinni er að halda henni stinnri. Magn þessa ensíms er mun meira í húð reykingamanna en reyklausra og konur sem reykja eru mun líklegri til að mynda hrukkur en karlar sem reykja vegna þess að húð þeirra er þynnri og inniheldur minna kollagen. Testosterón hormónið er einnig meira í körlunum en það eflir heilbrigði húðarinnar. Karlar sem reykja ekki og halda sig hóflega í sól geta því forðast hrukkumyndun langt fram eftir aldri. (HealthScout, 22. mars 2001.)