Site icon Fitness.is

Rauðvín hækkar ekki blóðþrýsting

Beverages (24)Rannsóknir á tengslum rauðvíns og heilsu undirstrika að sumt er gott í hófi, en stórhættulegt í óhófi. Lengi vel hafa verið birtar rannsóknir um að hófleg rauðvínsdrykkja tengist langlífi, minni blóðfitu og almennt betri heilsu. Mikil rauðvínsdrykkja tengist hinsvegar slysum, ofbeldi og háum blóðþrýsting. Rannsókn sem gerð var í Lúxemborg á fólki með blóðstreymishindranir til heilans sýndi fram á að ef rauðvínsdrykkja var aukin í fjórar vikur varð ekki vart við mælanlega hækkun á blóðþrýsting. Fólkið var borið saman við fólk sem hafði gert verulegar breytingar á lífstíl og var á Miðjarðarhafsmataræði. Hófleg rauðvínsdrykkja getur því haft jákvæð áhrif á heilsuna til lengri tíma litið.
(Cardiovascular Diseases, 3: 121-129, 2013)

Exit mobile version